• World Harmony Run

  World's Largest Torch Relay
  World Harmony Run

 • 1,000,000 Participants

  Across 6 Continents
  1,000,000 Participants

 • Dreaming of a more harmonious world

  100 countries
  Dreaming of Harmony

 • Schools And Kids

  Make a Wish for Peace
  Schools And Kids

 • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

  World Harmony Run Founder
  Sri Chinmoy

 • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

  World Harmony Run Spokesman
  Carl Lewis

 • New York, USA

  New York
  USA

 • London, Great Britain

  London
  Great Britain

 • Shakhovskaya, Russia

  Shakhovskaya
  Russia

 • Around Australia

  15,000 kms, 100 days
  Around Australia

 • Around Ireland

  14 Days, 1500km
  Around Ireland

 • Wanaka, New Zealand

  Wanaka
  New Zealand

 • Arjang, Norway

  Arjang
  Norway

 • Rekjavik, Iceland

  Rekjavik
  Iceland

 • Beijing, China

  Beijing
  China

 • Prague, Czech Republic

  Prague
  Czech Republic

 • Belgrade, Serbia

  Belgrade
  Serbia

 • Lake Biwa, Japan

  Lake Biwa
  Japan

 • Kapsait, Ethiopia

  Kapsait
  Kenya

 • Pangkor Island, Malaysia

  Pangkor Island
  Malaysia

 • Bali, Indonesia

  Bali
  Indonesia

 • The All Blacks, New Zealand

  The All Blacks
  New Zealand

Ísland 28. júlí: Holtavörðuheiði - Borgarnes

Þau eru misskipt örlög mannanna. Í dag hlupum við strákarnir niður Holtavörðuheiðina í glaða sólskini. Eitthvað annað en þokan sem lá yfir öllu í gær hjá stelpunum. Við nutum þess að láta þyngdaraflið draga okkur áfram niður brekkurnar og það var ekkert sem gat stöðvað okkur, ekki einu sinni hinn sterki mótvindur sem var efst á heiðinni.

Eftir okkar 22 km skammt var komið að stelpunum og þeirra 50 km. Þar sem Chahida og mamma hennar Behala eru að fara heim á morgun þá vildu þær fá að hlaupa aðeins lengra í dag og var það auðsótt mál hjá öllum hinum hlaupurunum. Hér að neðan sjáum við hins vegar tékknesku hraðlestina okkar, þær Neelöbhu og Blönku, spretta úr spori.

Í nótt gistum við í mjög svo huggulegum sumarbústað fjölskyldu Ganganes rétt við Bifröst. Þar sem hann er fjarri góðu gamni í augnablikinu þá tók móðir hans, hún Hulda Ólafsdóttir, að sér að vera gestgjafi. Það er alltaf gott að gista í þessum bústað og enn betra er að geta farið í heita pottinn eftir allt erfiðið. Við þökkum Huldu sérstaklega vel fyrir að taka svona vel á móti okkur en hún lét ekki þar við sitja heldur hljóp hún og sonardóttir hennar með okkur í dag heila 8 km.

Bílarnir eru stór partur af Vináttuhlaupinu. Þeir eru nauðsynlegir til að allt gangi upp. Bíllinn hans Upajukta er einn af Vináttuhlaupsbílunum. Bíllinn hans er búinn þeim eiginleikum að geta aðeins farið áfram en ekki afturábak. Þetta eru eiginleikar sem við ættum öll að tileinka okkur þó það geti stundum valdið því að við þurfum aðeins að ýta.

Í Borganesi tók sveitarstjórinn Páll Brynjarsson, á móti okkur. Við hittum hann í skrúðgarðinum við hliðina á kumli Skallagríms Kveldúlfssonar. Páll sagði okkur aðeins frá Skallagrími og Agli syni hans, þekktustu Borgfirðinga fyrr og síðar, og sögu staðarins.

Síðan sungum við Vináttuhlaupslagið og að lokum hljóp Páll með okkur í áttina að Borgarfjarðarbrúnni. Eftir athöfnina sagðist hann vel skilja hvers vegna íþróttir og vinátta ættu vel saman, hann minntist þess er hann var á námsárum sínum erlendis hvernig íþróttirnar náðu að tengja fólk frá mismunandi menningarsvæðum saman.

Í lok dagsins þegar öllum hlaupum og skipulagningu lauk fóru strákarnir og verðlaunuðu sig með smá sjoppufæðu. Eitthvað gekk afgreiðslan hægt og lét því Upajukta í sér heyra inn um lúguna. Annars höfum við verið svo heppin í hlaupinu hingað til að Steinunn og fleiri stelpur hafa séð svo til aleinar um matinn og framreitt hvern veisluréttinn á fætur öðrum.


Distance: 69km

Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Ísland 27. júlí
< Iceland 27 July
< Austria 27 July
Iceland 29 July >
Ísland 29. júlí >

Iceland 28 July