• World Harmony Run

  World's Largest Torch Relay
  World Harmony Run

 • 1,000,000 Participants

  Across 6 Continents
  1,000,000 Participants

 • Dreaming of a more harmonious world

  100 countries
  Dreaming of Harmony

 • Schools And Kids

  Make a Wish for Peace
  Schools And Kids

 • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

  World Harmony Run Founder
  Sri Chinmoy

 • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

  World Harmony Run Spokesman
  Carl Lewis

 • New York, USA

  New York
  USA

 • London, Great Britain

  London
  Great Britain

 • Shakhovskaya, Russia

  Shakhovskaya
  Russia

 • Around Australia

  15,000 kms, 100 days
  Around Australia

 • Around Ireland

  14 Days, 1500km
  Around Ireland

 • Wanaka, New Zealand

  Wanaka
  New Zealand

 • Arjang, Norway

  Arjang
  Norway

 • Rekjavik, Iceland

  Rekjavik
  Iceland

 • Beijing, China

  Beijing
  China

 • Prague, Czech Republic

  Prague
  Czech Republic

 • Belgrade, Serbia

  Belgrade
  Serbia

 • Lake Biwa, Japan

  Lake Biwa
  Japan

 • Kapsait, Ethiopia

  Kapsait
  Kenya

 • Pangkor Island, Malaysia

  Pangkor Island
  Malaysia

 • Bali, Indonesia

  Bali
  Indonesia

 • The All Blacks, New Zealand

  The All Blacks
  New Zealand

Ísland 6. september: Kópavogur

Núverandi meðlimir alþjóðlega World Harmony Vináttuhlaupsliðsins:

Mark Collinson (Englandi), Ondrej Vesely (Tékklandi), Pierre Lantuas Monfouga (Frakklandi), Rúnar Páll Gígja (Íslandi), Víðir Sigurðsson (Íslandi).

Í dag heimsóttum við fimm skóla í Kópavogi og Garðabæ: Vatnsendaskóla, Salaskóla, Smáraskóla, Hofsstaðaskóla og Lindaskóla.

Í Salaskóla hlupu börnum af miklum ákafa og mikilli gleði með kyndilinn.

Í einlægni sentu þau drauma sína um sátt og samlyndi inn í logann svo við gætum borið þá áfram til næstu skóla.

Í Smáraskóla hittum við börn frá Grænlandi sem eru í 2 vikna heimsókn á Íslandi.

Grænlensku börnin ásamt íslensku börnunum hlupu með kyndilinn að bæjarskrifstofum Kópavogs, þar sem bæjarstjórinn Gunnar Birgisson tók á móti okkur. Hann sýndi hlaupinu mikinn stuðning og gaf hlaupurunum af hjartahlýju sinni.

Ríkissjónvarpið mætti á staðinn og tók upp þennan viðburð.

Í Hofsstaðaskóla voru börnin kát og fjörug.

Ein stelpa klæddist hönskum á fótunum; sennilega gleymdi hún skónum sínum.

Krakkarnir klifruðu upp á klifurgrindina með kyndilinn og fánann og skein gleðin úr andlitum þeirra. Sennilega hefur þeim liðið eins og þau hafi staðið upp á toppi Himalajafjalla.

Þau áttu ekki í nokkrum vandræðum með að stilla sér upp fyrir myndatöku.

Ákafi þeirra var smitandi og Mark slóst í hóp með þeim á hringekjunni.

Krakkarnir sneru hringekjunni hraðar og hraðar uns Mark missti það litla tak sem hann hafði og flaug aftur fyrir sig á mölina. Hann var þó alls ómeiddur. Allir hlógu dátt og hinir hlaupararnir prófuðu hringekjuna líka. Við skemmtum okkur konunglega en að lokum kom að því að við þurftum að fara. Á leiðinni úr skólanum hittum við dreng á hjóli á leiðinni heim.

Hann vísaði okkur leiðina að síðasta skóla dagsins.

Síðasti skóli dagsins var Lindaskóli og þar hitti Víðir frænku sína sem gengur í þann skóla.

Þar sem skólanum var að ljúka hlupu börnin af miklum móð með kyndilinn í kring um skólalóðina. Bjallan hringdi og öll hin börnin streymdu út úr skólanum til okkar og fengu World Harmony Vináttuhlaupslímmiða frá okkur.

Í tilefni af því að við höfðum nú lokið við að heimsækja 21 skóla á Íslandi á 5 dögum sýndi Pierre okkur bragð með því að halda kyndlinum með hökunni.

Í síðdeginu litum við á nokkra staði í Reykjavík. Við hlupum eftir ströndinni og komum við hjá Höfða, þar sem Gorbachev og Reagan héldu sögulegan fund sinn fyrir 20 árum.

Við lukum deginum fyrir utan Hallgrímskirkju, sem er eitt mest áberandi mannvirkið í Reykjavík.


Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Iceland 7 September
< Ísland 4. september
< Germany 7 September
Belgium 11 September >

Ísland 5. september