• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

Iceland 5 July: Egilsstaðir - Seyðisfjörður

There were so many meetings and ceremonies today that the team split into three groups, each covering a different region of the fjord-filled east coast between Egilsstaðir and Seyðisfjördur. Each team travelled in a different direction.

 

Í dag lágu fyrir svo margir fundir og athafnir að við skiptum okkur upp í þrjá hópa og hélt hver hópurinn í sína áttina á Austfjörðunum.

 

TEAM A head to Reyðarfjörður, where we ran in and around the town with young members of the UMF Valur, led by Sigríður Hrönn. Like our own team member Pranava, who first ran in the World Harmony Run as a nine-year-old boy, Sigríður was part of Iceland’s first Run in 1987, as a member of the UMF. Now, she is the regional director

 

LIÐ A hljóp inn að Reyðarfirði í fylgd með ungum meðlimum Umf. Vals.  Þar var í fylkingarbrjósti Sigríður Hrönn, sem tók fyrst þátt í Friðarhlaupinu árið 1987.  Það er skemmtilegt að einn liðsmanna okkar hefur sömu sögu að segja:  Pranava tók fyrst þátt í Friðarhlaupinu á Þingeyri þegar hann var 9 ára patti árið 1987.  Nú ferðast hann um heiminn með Friðarkyndilinn.

Team A from Egilsstaðir to Reyðarfjörður

 

Hér er lið A á leiðinni frá Egilsstöðum að Reyðarfirði.

This time, her team did most of the running. Pictured here are Eysteinn, Gígja, Marteinn, Pálmi and Michael. Perhaps some of them will be part of our main team in 22 years from now. Stay tuned for 2031…

 

Á myndinni má sjá nokkra af hinum ungu liðsmönnum Vals, þau Eystein, Gígju, Martein, Pálma og Michael.  Ef til vill munu einhver þeirra ferðast um heiminn með Friðarkyndilinn eftir 22 ár, eins og Pranava.  Sjáum til árið 2031...

The young runners joined us as we handed the Torch to the Mayor, Helga Jónsdóttir. As it was a Sunday, what better place to meet the Mayor than in her own house?

 

Hinir ungu hlauparar voru með í för er við afhentum bæjarstjóra Fjarðabyggðar, Helgu Jónsdóttur, kyndilinn.  Þar sem það var sunnudagur þótti öllum upplagt að hittast heima hjá Helgu.

After a brief ceremony, the Mayor and her husband, Helgi Jónsson, legendary television reporter and former news director of RUV (Iceland’s national television station), invited us in for a wonderful home-cooked lunch. We had a long conversation with them, discussing many aspects of Icelandic life - including the importance of elves and fairies in Icelandic culture. (Road construction is planned in such as way as to avoid disturbing the habitats of these legendary beings.)

 

Eftir stutta athöfn var okkur boðið upp á gómsætan hádegisverð á heimili Helgu og eiginmanns hennar, Helga Jónssonar, fyrrum fréttastjóra RÚV.  Þar áttum við góðar og langar samræður um ýmislegt í íslenskri menningu, svo sem mikilvægi álfa og huldufólks (og voru nefnd dæmi um það að lagning vega hefði tekið mið af hýbýlum þessara goðsagnakenndu furðuvera.)

 

Heading east, TEAM B ran up Oddsskarð

 

Lið B hélt austur á bóginn og lagði á Oddsskarð.

So many nations have chosen red, white and blue as the colours of their flag. Iceland is no exception. Sadly, this all-purpose patriotic bicycle didn't join us on the World Harmony Run.

 

Þær eru ófáar þjóðirnar sem valið hafa rautt, hvítt og blátt sem fánalitina sína og er Ísland þar engin undantekning.  Því miður varð þó ekki úr því að þetta fjölþjóðernissinnaða hjól slægist í för með Friðarhlaupinu.

The higher we went, the chillier it became.

 

Því hærra sem við klifuðum, því kaldara varð það.

At the swimming pool in Eskifjörður, we met with several residents, and were invited for coffee and tea by the swimming pool director Laufey Oddsdóttir.

 

Við sundlaugina á Eskifirði hittum við nokkra af íbúum bæjarins og þar bauð okkur í kaffi forstöðumaður sundlaugarinnar, Laufey Oddsdóttir.

The team continued into Neskaupstaður. In that town, sport administrator Jóhann Tryggvason came to meet us, then ran with us to the Samkaup grocery store, where we put up an exhibition of drawings by children from the local Nesskóli (school).

 

Liðið hélt áfram inn að Neskaupstað.  Þar mætti okkur Jóhann Tryggvason, íþróttafulltrúi Fjarðabyggðar og hljóp með okkur að verslun Samkaupa, en þar var sett upp sýning af myndum fyrir friði sem krakkar í Nesskóla höfðu teiknað.

 

TEAM C

 

LIÐ C

Jaw-droppingly stunning and gobsmackingly awesome scenery is merely par for the course in the incredible nation of Iceland. Over millions of years glaciers have carved up this island, leaving an unparalleled country for us to enjoy.

 

Undurfögur náttúrusýn er regla frekar en undantekning á hinni óviðjafnanlegu eyju, Íslandi.  Eftir milljón ára strit hafa jöklarnir tálgað einstaka fegurð þessa lands.

Today our team visited three towns and we mainly ran along the rugged coastline.

 

Lið C heimsótti þrjá bæi og hljóp að mestu meðfram ögrum skorinni strandlengjunni.

A small group of citizens from Fáskrúðsfjörður met us at the sports hall where we learned all about the town’s impressive sporting heritage.

 

Nokkrir íbúar Fáskrúðsfjarðar tóku á móti okkur við íþróttamiðstöð sína og fræddu okkur um stórmerkilega íþróttaarfleið bæjarins.

We then travelled around the fjord to Stöðvarfjörður, where the local children escorted us into town. Parents and children joined together to share their encouragement with us.

 

Við hlupum út með firðinum og tókum stefnuna á Stöðvarfjörð, en þar fylgdu heimamenn okkur í bæinn.  Foreldrar og börn tóku höndum saman um að hvetja okkur til dáða.

Our final appointment was at Breiðdalsvík. Taking advantage of the fact that we were a little early we gobbled down some delicious waffles and hot chocolate. Gastronomic delights also abound in this small nation and so far I have had the best pesto, waffles and hot chocolate ever – no exaggeration.

 

Síðasti viðkomustaður okkar liðs var Breiðdalsvík.  Við notuðum tækifærið, þar sem við vorum nokkuð snemma í því, og gæddum okkur á ljúffengum vöfflum og heitu súkkulaði.  Af nógu er að taka þegar kemur að góðum mat í þessu litla landi og hef ég nú þegar fengið besta pestó, vöfflur og heitt súkkulaði sem ég hef nokkurn tíman fengið - ýkjulaust.

It was a little difficult to run on such a full stomach but we managed mainly due to our enthusiastic welcoming party.

 

Það var nokkrum vandkvæðum bundið að hlaupa með fullan magann, en það hafðist - mestmegnis vegna þess að það var tekið á móti okkur af svo miklum áhuga.


After the sunny mid-morning run through Reyðarfjörður, TEAM A ran to Seyðisfjörður along cold, misty roads, with heavy winds blowing against us and light sleet striking them. Surrounding us were snow-capped grounds and frozen ponds, but we couldn’t stop to admire the beauty, lest we be frozen. Of course, there was no reason to worry. As we ran downhill, admiring the scenery, the weather became milder.

 

Eftir að hafa verið baðað sólu á leið sinni að Reyðarfirði, sneri LIÐ A við og hélt til Seyðisfjarðar eftir köldum og þokukenndum vegum við hvassviðri og súld.  Allt umhverfis okkur voru snæviþaktir tindar og frosnar tjarnir, en við leyfðum okkur ekki að stoppa til að njóta þeirra af hættu á að frjósa sjálf.  Það var að sjálfsögðu engin ástæða til að hafa áhyggjur.  Um leið og för okkar var heitið niður hæðina, hlupum við inn í mildara veður.

Seyðisfjörður is an appealing fishing village, whose historical splendour is clear from the middle-European-style buildings that decorate the streets. After the mountain challenge, we relaxed with hot chocolate, cake and waffles in the warmth of one of the charming local bistros.

 

Seyðisfjörður er notalegt sjávarþorp sem sýnir greinileg merki um sögulega arfleifð í gegnum hinar fjölmörgu byggingar í mið-Evrópskum stíl sem skreyta göturnar. Að fjallaklifrinu loknu var notalegt að slaka á og fá sér heitt súkkulaði, köku og vöfflur.

Later, a few of the teams ran into the town with some local children.

 

Stuttu síðar kom þorri Friðarhlaupsins hlaupandi inn í bæinn í fylgd með seyðfirskum krökkum.

We had a ceremony with Ómar Bogason, the town council chairperson (organised by the Mayor, Ólafur Sigurdsson, who sadly couldn't make it as he was called away to an emergency).

 

Ómar Bogason, formaður bæjarráðs, tók á móti okkur, en viðburðinn hafði Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri, skipulagt.  Á síðustu stundu þurfti hann frá að hverfa vegna aðkallandi máls.

Seyðisfjörður has bent over backwards in its hospitality. Not only have they given us a warm reception, but they made it possible to continue one of our favourite parts of our daily routine: the evening visit to a local swimming pool and hot tubs. The pool was closed today, but they very kindly opened just for us, allowing runners to rest our weary muscles and recover from the effects of the cold weather.

 

Á Seyðisfirði var gestrisni tekin upp á æðra svið.  Við fengum ekki einasta höfðinglegar móttökur, heldur var okkur boðið í sund og heita potta, þrátt fyrir að laugin væri lokuð í dag.  Það er, sem fyrr, fátt sem við hlauparar vitum betra en að komast í laugina að loknum löngum degi á veginum.

Some opted for a swim in the more natural (in somewhat icier) waters of the Atlantic Ocean - 10 degrees (Celsius) of sheer joy.

 

Nokkrar hetjur ákváðu frekar að synda við náttúrulegri aðstæður (en þó dulítið kaldari) og skelltu sér út í 10 gráðu heitt Atlantshafið af einskærri gleði.

As if they hadn’t shown enough generosity, the town of Seyðisfjörður finished the day by inviting us to a wondrous feast, expertly prepared by the school cook, Ragnheiður "Ragga" Gunnarsdóttir. (Proof that some school meals must be excellent!) Thanks, Seyðisfjörður, for giving us such a great time.

 

Það var vart á gestrisni bætandi, en Seyðfirðingum tókst það nú samt með því að bjóða okkur upp á dýrindis kvöldverð, sem Ragnheiður Gunnarsdóttir, matráðskona skólans eldaði.  Það er ljóst að í sumum skólum er boðið upp á herramannsmat!  Kærar þakkir, Seyðisfjörður, fyrir þennan dásamlega tíma saman.

 

Also, thanks to Salil and Víðir for co-writing this report with Noivedya. (Noivedya has great memories of the day, but he could only be in one team.)

 

Jafnframt vil ég (Noivedya) þakka Salil og Víði fyrir hjálpina við að skrifa þessa grein.  Ég á frábærar minningar frá deginum í dag, en ég gat nú samt einungis verið á einum stað í einu.

– Noivedya, Salil, Vidir


Distance: 161 km

Team Members:
Salil Wilson (Australia), Dipavajan Renner (Austria), Roos de Waart (Netherlands), Judit Elek (Hungary), Eila Buche (Switzerland), Sandra Aurenhammer (Austria), Edward Silverton (UK), Bhoiravi Achenbach (Austria), Lenka Chobodicka (Slovakia), Tatjana Chochlikova (Slovakia), Chahida Hammerl (Austria), Cecilia Husta (Slovakia), Edi Serban (Romania), Noivedya Juddery (Australia), Jiri Albrecht (Czech Republic), Peter Solar (Slovakia), Mukul Fishman (Israel), Miroslava Husta (Slovakia), Maria Horvath (Hungary), Apaguha Vessely (Czech Republic), Pranava Gigja (Iceland), Haukur Helgason (Iceland), Dagur Helgason (Iceland), Agust Örn Marusson (Iceland), Johann Fannberg (Iceland), Vidir Sigurdsson (Iceland)

Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Iceland 4 July
Iceland 6 July >