• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

12. júlí: Akureyri - Lágheiði

Sólin skein skært á himni í dag, en segja má að hún hafi jafnvel skinið skærar í þátttakendunum, en þeir voru bæði fjörugir, kátir og...margir!

Fyrsti hlaupahópurinn var Ungmennafélagið Æskan, sem fylgdi okkur úr hlaði frá torginu á Akureyri og alla leið að Dalvíkurafleggjara. Fyrir Æskuna hlupu: Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Halldór Arinbjarnarson, Ragna Erlingsdóttir, Sigríður Helgadóttir og Davíð.

Á Dalvíkurafleggjara tóku Svarfdælingar við, nánar tiltekið þrír hópar af hlaupurum. Því miður vildi svo illa til að nöfn tveggja fyrstu hópanna glötuðust. [Ef þið ágætu hlaupagarpar lesið þetta, þá þætti mér vænt um ef þið gætuð komið upplýsingum um þátttakendur á framfæri til mín í iceland [ at ] worldharmonyrun [dot] org (vefstjóri)]. Okkur tókst hinsvegar að mynda hópana, svona að mestu leyti, enda var unun að fylgjast með gleðinni og kraftinum í þessum hlaupagörpum.

Hópur 1 hljóp að Kálfsskinni

Nú erum við komin með nafn á "hóp 2", en þetta var að sjálfsögðu Ungmennafélagið Reynir Árskógsströnd og þar hlupu: Tinna Karen Arnardóttir, Eva Hrönn Arnardóttir, Trausti Ómar Arnarson, Bertha Þorbjörg Steinarsdóttir, Aldís Benjamínsdóttir, Valgerður Júlíusdóttir, Karen Perla Konráðsdóttir, Martha Kristjánsdóttir, Elvar Óli Marínósson, Signý Jónasdóttir, Þórður Elí Bergþórsson, Birgitta Pálmeyjardóttir og Margrét Jóna Kristmundsóttir.

Þriðji hópur Svarfdælinga hljóp svo alla leið að göngunum yfir í Ólafsfjörð og létu hlauparar það ekki á sig fá þó leiðin væri upp í mót og erfið yfirferðar, heldur hlupu jafnan mörg saman og höfðu gaman af.

Ekki skemmdi hvað þetta var fallegur dagur og fékk hin ósnortna íslenska náttúra að njóta sín, öllum til augnayndis. Fyrir þriðja hóp Svarfdælinga hlupu: Rebekka Rún Sævarsdóttir, Súsanna Svansdóttir, Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir, Heiða Hringsdóttir, Hólmfríður Brynja Heimisdóttir, Ingvi Örn Friðriksson, Þórdís Rögnvaldsdóttir, Stefanía Aradóttir, Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir, Kristín Valsdóttir, Una Pálmadóttir, Þorbjörg Una Þorsteinsdóttir, Hallgrímur Anton Þorsteinsson, Guðmundur Már Guðmundsson, Ari Jóhann Júlíusson, Einar Már Harðarson, Darri Sigurvin Magnússon, Ómar Freyr Sævarsson, Ingibjörg María Ingvadóttir, Helga Guðmundsdóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir

Ólafsfjarðarmegin við göngin voru það krakkar úr Knattspyrnufélaginu Leiftri sem tóku við kyndlinum og segja má að þau hafi mætt nokkrum andbyr, þ.e. frá Kára. Krakkarnir létu þó slíka smámuni ekki á sig fá og skiluðu sínu með sæmd. Fyrir Leiftur hlupu: Kristín Rögnvaldsdóttir, Regína Sveinsdóttir, Anna María Sigurlaugsdóttir, Eva Rún Þorsteinsdóttir, Sonja Geirsdóttir, Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir, Ólafur M Jóakimsson, Kristófer Númi Hlynsson, Ingimar Eli Hlynsson, Þorsteinn Sigursveinsson.

Einnig hlupu með okkkur systurnar Guðlaug og Helga frá Ólafsfjarðargöngunum, en það er nokkuð skemmtileg saga á bak við hvernig þær slógust í för með okkur. Þannig var nefnilega að fyrir algjöra tilviljun voru þær með stillt á sömu talstöðvarrás og Vináttuhlaupararnir og heyrðu þegar Rúnar Páll og Davíð voru að tala saman. Þegar þær heyrðu Rúnar og Davíð tala um Vináttuhlaupið vildu þær endilega vera með og komu og tóku þátt og höfðu gaman af, jafnframt sem Vináttuhlaupararnir höfðu gaman af að hitta systurnar.

Að því loknu voru Vináttuhlaupararnir orðnir einir á báti, en vegna allrar þessarar miklu og góðu þátttöku var lítið orðið eftir af vegalengd dagsins. Restin af deginum breyttist því í nokkurs konar skemmtiskokk um fallega dali með fjallasýn sólskini í. Að vísu var vindurinn í fangið en...maður biður ekki um fullkomið veður á Íslandi.


Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Iceland 13 July
< Ukraine 13 July
Iceland 15 July >
Iceland 15 July >

Iceland 14 July
13. júlí
14. júlí