• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

16. júlí: Borgarnes - Reykjavík

Síðasti dagur World Harmony Vináttuhlaupsin hófst á hæverskan og tíðindalítinn hátt, er hlaupið var frá Borgarfjarðarbrúnni kl.8 um morguninn. Vináttuhlaupararnir hlupu einir og var greiðfært. Þegar komið var í Hvalfjörðinn byrjaði hinsvegar ballið, en þá tóku Viktoría Áskelsdóttir og félagar hennar, þau Þorgeir Sigurðsson, Hálfdán Freyr Örnólfsson, Heimir Örn Sveinsson og Birna Jóhanna Ólafsdóttir, sem æft hafa sjósund með Sundfélagi Hafnarfjarðar og Sundfélaginu Breiðabliksgörpunum, við kyndlinum og syntu með hann yfir Hvalfjörðinn!

Það var Þorgeir sem fyrstur lagði út í fjörðinn með kyndilinn, en svo bættust hin við og syntu stundum nokkur saman. Vefstjóri World Harmony Vináttuhlaupssíðunnar fylgdist með sundinu úr björgunarbát Björgunarsveitar Akraness og fylltist aðdáun á sundköppunum sem lögðu í óvígan sjóinn, því sjálfur átti hann nóg með að halda á sér hita í bátnum. Sundkapparnir virtust hinsvegar skemmta sér konunglega í sjónum.

Eins og gefur að skilja var þetta ekkert smá verkefni sem sundkapparnir fimm tóku sér á hendur. Samkvæmt nokkuð nákvæmum útreikningum er sjóleiðin sem var valin yfir Hvalfjörð um 3 km, en svo bættist við að í dag var frekar vont í sjóinn og nokkuð mikill öldugangur. Svo var líka frekar kalt! En þessir sundgarpar kalla ekki allt ömmu sína í þessum efnum og sem dæmi má nefna að þau syntu til Viðeyjar til að hita upp fyrir þetta sund - eins og ekkert væri auðveldara.

Það kom svo í hlut Viktoríu að synda síðasta spölinn með kyndilinn og gerði hún það með sóma, þrátt fyrir nokkurn straumþunga við fjöruna. Fréttastofa Stöðvar 2 fylgdist með afrekinu og tók greinargott viðtal við Viktoríu þegar hún kom í land, en að því loknu fengu hlaupararnir kyndilinn á nýjan leik og hófu nú hlaupið síðasta spölinn til Reykjavíkur.

Það var, sem fyrr segir, Björgunarsveit Akraness sem fylgdi sundinu á eftir og tryggði öryggi sundkappanna. Vefstjóri VInáttuhlaupssíðunnar varð þess vitni að björgunarsveitarmenn stóðu sig alveg frábærlega og voru alltaf með allt á hreinu og voru mikil hjálp fyrir sundmennina. Björgunarsveitarmönnum tókst líka að framkvæma eina árangursríka björgun, en þeir björguðu húfu Heimis! Öðru þurfti ekki að bjarga, enda bjuggu björgunarsveitarmenn þannig um hnútana.

Hlaupið frá Hvalfirði til Reykjavíkur var nokkuð greiðfært þrátt fyrir frekar vont veður - rigningu og kulda - því þar sem þetta var síðasti dagurinn voru menn óhræddir við að sleppa fram af sér beislinu og gefa allt í hlaupið.

Hlaupinu lauk svo með látlausri athöfn í Hljómskálagarðinum. Það var við hæfi að Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, skyldi vera viðstaddur, því íþrótta- og ungmennafélögin hafa reynst okkur alveg hreint frábærlega þessar síðustu tvær vikur. Án þeirra er alls ekki víst að við hefðum komist alla leið og leiðin hefði a.m.k. ekki verið nærri því eins skemmtileg.

Ellert sagðist í stuttri og hnitmiðaðri ræðu sinni vera stoltur af þeim íþrótta- og ungmennafélögum sem hafa lagt okkur lið, en ekki síður stoltur af Vináttuhlaupurunum fyrir að hafa lagt allt þetta á sig til að efla von og umburðarlyndi.


Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Iceland 16 July
Iceland 23 July >
23. júlí >

15. júlí