• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

Ísland 24. júlí: Til móts við Akureyrarhöfn - Lágheiði

Dagurinn byrjaði vel, veður var stillt og lágskýjað; fullkomið veður fyrir sjósund. Það kom sér vel því Viktoría Áskelsdóttir einn af Vináttuhlaupurunum ætlaði að reyna synda yfir Pollinn með Vináttuhlaupskyndilinn. Sigurður Víðir Smárason, annar áhugamaður um sjósund, ákvað að skella sér með Viktoríu yfir. Það var félagi í Siglingaklúbbnum Nökkva sem fylgdi Viktoríu og Sigurði yfir Pollinn og passaði að allt færi vel fram.

Á hinum bakkanum biðu fjölmiðlarnir, fulltrúi úr bæjarráði og ýmsir áhorfendur spenntir eftir hetjunum sem syntu þessa rúmu 900 m vegalengd á innan við klukkustund. Sigrún Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, tók á móti sundgörpunum er þeir komu að landi með blómum og heitu kakói sem þau þáðu með þökkum. Viktoría sagði við komuna að þetta hefði ekki verið svo kalt því Akureyri tæki alltaf svo vel á móti sér.

Að lokinni móttökunni hljóp Sigrún af stað í áttina að Ráðhústorginu þar sem Starri Heiðmarsson beið eftir okkur og hljóp fyrstu kílómetrana út úr bænum. Starri er atvinnuhlaupari að sögn Árna Arnsteinssonar úr UMSE sem við verðum að nefna sérstaklega, en sem hann skipulagði alla þátttökuna í dag af miklum myndarskap.

Næstir til að taka við kyndlinum voru nokkrir duglegir krakkar úr Ungmannafélginu Smárinn en það voru þau:

Sigrún Árnadóttir, Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Eva Margrét Árnadóttir, Pálína Sigríður Jóhannesdóttir, Steinunn Erla Davíðsdóttir, Egill Már Þórsson og Ísabella Erla Axelsdóttir.

Eftir að Ágúst og Brynjar, nýjar og ferskir Vináttuhlauparar sem bættust við hópinn í gær, höfðu hlaupið með kyndilinn um 10 km tóku krakkar úr Ungmennafélagi Svarfdælinga við kyndlinum. Þarna voru öflugir krakkar á ferð og léttu sig ekki muna um að hlaupa á takkaskóm á malbikinu.

Brynjar hafði ekki fengið nóg, enda sérstakur dagur hjá honum þar sem hann átti afmæli í dag. Hann hljóp með krökkunum alla leið inn á Dalvík þar sem fleiri krakkar bættust við. Nöfnin á þessum duglegu krökkum eru:

Ingvi Örn Friðriksson, Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson, Stefanía Aradóttir, Björn Jóhannesson

en á Dalvík bættust við:

Elín Brá Friðriksdóttir, Auður Ósk Hilmarsdóttir, Júlína Björk Gunnarsdóttir, Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir, Andrea Björg Elmarsdóttir, Díana Björk Friðriksdóttir, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, Áróra Björk Ólíversdóttir, Magnús Magnússon, Heiða Hringsdóttir, Ingibjörg María Ingvadóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Friðrika Jakobsdóttir og Ólíver Eðvarsson.

Eftir að við kvöddum krakkana hélt Magnús áfram að hlaupa í áttina að Ólafsfirði en þá tók austurrísk-tékkneska hraðlestin við kyndlinum og hlupu stelpurnar alla leið upp á miðja Lágheiði þar sem við enduðum daginn í miðri þokunni.

Góður dagur að baki þar sem frábært afrek sundmannanna ber að sjálfsögðu hæst en ekki síður dáist maður alltaf að ákefðinni og gleðinni sem börnin upplifa og geisla frá sér þegar þau hlaupa með kyndilinn.


Distance: 84km

Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Ísland 23. júlí
< Slovakia 23 July
< Iceland 23 July
Iceland 25 July >
Slovakia 25 July Trnava - Bratislava >
Ísland 25. júlí >

Iceland 24 July
Slovakia 24 June