• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

Ísland 29. júlí: Borgarnes - Katanes

Það var léttur dagur framundan í dag, sem var eins gott þar sem byrjað var að kvarnast úr Vináttuhlaupsliðinu. Þannig eru Chahida og Behala farnar heim til Austurríkis og Upajukta og Andrés tóku Martin með sér í Jökulsárhlaupið. Það kom því í hlut hlaupaafleysingamannsins Surens að hefja leikinn, en hann hefur setið fastur við tölvuna hingað til að setja upp fréttir á heimasíðuna.

Suren hóf leikinn undir Hafnarfjalli, sem hefur oft reynst æði vindasamt og virtist geta brugðið til beggja vona í byrjun hlaups. Það rættist þó heldur betur úr veðrinu eftir því sem á leið.

Þessa fjóra spænsku ferðalanga hittum við miðja vegu að Akranesafleggjaranum. Þeir heita:

Moises Sanchez Pardo, Francisco José Ors Ausin, Ignacio Giménez Guzman og Jose Manuel Gimenez Guzman .

Þeir tóku smá sprett með kyndilinn, en hlupu svo strax til baka til okkar. Þeir voru hressir og Davíð gat rætt við þá um spænska fótboltann.

Steinunn keyrði stelpuliðið í hlaupið, en hið alþjóðlega stelpulið hefur svo sannarlega verið stoð okkar og stytta í ár. Efnilegasti hlauparinn kemur líka úr stelpuliðinu, en það er hún Hafdís litla, dótturdóttir Steinunnar. Hafdís hljóp heilan kílómeter í gær og lét sig ekki muna um það að hlaupa annan í dag.

Eins og sjá má, vildu allir hlaupa með Hafdísi; Neelabha og Blanka vildu það, og þessi hestur var voðalega hrifinn af henni líka.

Á Akranesi biðu okkar garpar úr Badmintondeild ÍA, en það voru þeir:

Hólmsteinn Valdimarsson, Ragnar Harðarson, Halldór Reynisson, Egill Guðlaugsson og Kristján Huldar Aðalsteinsson .

Þessir úrvalsmenn ætluðu sér hvorki meira né minna en það að hlaupa niður að Katanesi, heila 22 km. Það gerðu þeir og blésu vart úr nös, enda hlaupa þeir þrisvar í viku og eru í góðu formi.

Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, tók vel á móti okkur og sagðist vona að við myndum sjá okkur fært að leggja leið okkar inn á Skagann á næsta ári líka. Hvernig getum við annað, miðað við þessar góðu viðtökur? Einnig verður að geta Svövu Ragnarsdóttur sem kom okkur í samband við badmintonstrákana og gaf öllum orkudrykki áður en lagt var í hann. Þær stöllur sjást hér saman á mynd.

Suren vildi endilega hlaupa með Ragnari Harðarsyni. Hvernig stendur á því? Jú, jú, það vill svo til að þeir eru náfrændur. Eitthvað voru þeir frændurnir að tala um fegurð landslagsins og það hvernig maður nýtur þess betur á 10 km hlaupahraða heldur en á 110 km hraða í bíl. Þeir gáfu sér þó tíma til að vinka til ljósmyndarans af einskærri kurteisi.

Það er raunar merkilegt hvað það er marg fagurt að sjá á þessum 14 km afleggjara að Akranesi. Hér ber eitt slíkt fyrir augu.

Hér eru svo strákarnir komnir að Katanesi og stilla sér upp. Hetjuleg frammistaða hjá þeim, en leggið þennan stað á minnið, því þar mun ekki síðri hetjuskapur fara fram í fyrramálið þegar sundgarparnir okkar synda yfir fjörðinn.


Distance: 56km

Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Iceland 28 July
< Ísland 28. júlí
< Austria 28 July
Iceland 30 July >
Ísland 30. júlí >
Austria / Slovenia 29 July >

Iceland 29 July