• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

Ísland 31. ágúst: Reykjavík

Núverandi meðlimir alþjóðlega Vináttuhlaupsliðsins:

Mark Collinson (Englandi), Ondrej Vesely (Tékklandi), Pierre Lantuas Monfouga (Frakklandi), Suren Leósson (Íslandi).

Eftir að hafa slakað á í tvær vikur vorum við glaðir að byrja að hlaupa á ný þó hið alþjóðlega Vináttuhlaupslið væri frekar fámennt. Hinsvegar munu þrír hlauparar í viðbót slást í hópinn í kvöld. Við erum staddir á einni stórbrotnustu eyju veraldar; eyju eldfjalla og heitra lauga - Íslandi.

Á meðan flugvélin var í aðflugi gafst okkur tækifæri til að virða fyrir okkur berangurslegt landslagið í kringum flugvöllinn og fjöll með snjó á toppnum við sjóndeildarhringinn. Gangane tók á móti okkur í björtu en frekar köldu veðri. Okkur hefur verið tjáð að veðrið sé afar breytilegt á Íslandi og að maður geti gengið í gegnum rigningu, snjó og sólskin allt á sama deginum. Þrátt fyrir flugþreytuna vorum við ákafir í að hitta íslensk börn í þeim fjórum skólum sem við ætluðum að heimsækja í dag.

Eftir snöggan morgunverð og enn sneggri sturtu heimsóttum við Árbæjarskóla. Ríkissjónvarpið tók myndir af hlaupinu okkar inn í skólann, en þar hittum við börn sem voru einstaklega meðvituð um hugsjónir vináttu, sáttar og samlyndis. Síðan komu krakkarnir út með okkur og hlupu með kyndilinn af mikilli gleði. Að lokum báðu þau okkur um eiginhandaráritanir.

Ártúnsskóli var næstur á dagskrá, en þar vildi ekki betur til en að logandi kyndillinn setti brunavarnarkerfi skólans í gang. Krakkarnir komu þá bara út itl að hitta okkur, enda brosti sólin sínu blíðasta. Við höfum tekið eftir því að börn á Íslandi hafa einstaklega góða athygli og eru vel upp alin. Þau eru jafnframt fróðleiksfús og óhrædd við að spyrja spurninga. Ein stúlka spurði okkur hvort það væri ekki góð hugmynd ef við ferðuðumst með Vináttuhlaupskyndilinn til landa sem væru í stríði til að reyna að tala þau inn á að hætta að berjast. Börnin hér á Íslandi hafa einstaklega mikla innsýn inn í málin. Við skildum við brosmild börn í Ártúnsskóla eftir að hafa hlaupið með þeim á skólalóðinni.

Fellaskóli var þriðji skóli dagsins og þar biðu krakkarnir eftir okkur á skólalóðinni.

Börnin veifuðu og kölluðu til okkar og þegar komum til þeirra byrjuðu þau að spyrja okkur hvers vegna við værum að hlaupa með kyndil. Eftir að allt hafði verið útskýsrt hlupu þau með kyndilinn á skólalóðinni og létu hann ganga manna á milli.

Að lokum mynduðu krakkarnir keðju og létu kyndilinn ganga á milli sín jafnframt því að senda óskir og drauma um meiri sátt og samlyndi í framtíðinni inn í kyndilinn, svo að við gætum borið þessar óskar þeirra áfram til næstu áfangastaða.

Síðasti skóli dagsins var Selásskóli og þar biðu börnin spennt eftir okkur. Eftir að söngur okkar á Vináttuhlaupslaginu hafði uppskorið mikið klapp hlupum við öll saman að skóginum við Rauðavatn.

Þar sem ekki er mikið um tré á Íslandi má telja mjög sérstakt að hafa fengið að heimsækja skóg. Selásskóli hafði áður fengið að gjöf dálítinn lund í skóginum til að nota undir kennslu og annað. Lund þennan nefna þau "Vinalund".

Það var því mjög við hæfi að við skyldum heimsækja þennan tiltekna lund með Vináttukyndilinn.

Við áttum gott og langt spjall við krakkana um upplifanir okkar í Vináttuhlaupinu og á móti lærðum við eitt og annað um Ísland.

Eftir að hafa ferið eins og stormsveipur um fjóra skóla á fyrsta degi okkar á Íslandi vorum við því afar fegnir að hafa eftirmiðdaginn frjálsan. Við Ondrej lögðumst til svefns, en á meðan kom Pierre frá Frakklandi til landsins.

Gangane bauð upp á bragðgott pasta í afar stórri skál.

Að kvöldmáltíð lokinni fórum við í göngutúr í miðbænum og við höfnina. Þar rákumst við meðal annars á víkingaskipið sem nefnt er "Sólarfley".

Í kulinu um kvöldið urðum við vitni að fallegu sólarlagi.

Á meðan sólin hneig til viðar var birtan sífellt að breytast og afhjúpa stórbrotna bleika liti í háum skýjunum.

Mark Collinson


Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Norway 29 June
Iceland 13 July >
Germany 7 July >

Norway 30 June