• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

Ísland 30. júlí: Katanes - Reykjavík

Vináttuhlaupið stóð í sömu sporum og árið áður, að morgni hinsta hlaupadags. Fimm hetjur ætluðu sér að synda yfir Hvalfjörðinn með Vináttukyndilinn. Þó var eitt og annað öðruvísi að þessu sinni. Þorgeir Sigurðsson, sem hóf sundið í fyrra, var fjarri góðu gamni, en í stað hans var eigi síðri sundgarpur, Benedikt Hjartarson og svo endurtóku þau Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Heimir Örn Sveinsson, Viktoría Áskelsdóttir og Hálfdán Freyr Örnólfsson leikinn frá í fyrra.

Veður var að auki mun hagstæðara og, þó ekki væri fyrir annað, var gaman að geta staldrað við og virt fyrir sér fegurðina í firðinum á meðan fylgst var með sundköppunum. Enda kom það á daginn að sundið gekk mun greiðlegar.

Gunnar Áki, sonur Viktoríu, fylgdi sundköppunum á eftir á trillu sinni, en auk þess voru félagar úr Björgunarsveit Akraness til halds og trausts.

Þessar góðu aðstæður höfðu þau áhrif að sundkapparnir gátu gert eitt sem ekki var hægt í fyrra: að synda öll saman síðasta spölinn. Þegar upp á bakkann var komið tók svo Davíð við kyndlinum og hófst þá hlaupið síðasta kaflann að Reykjavík.

Stelpurnar hófu leikinn, en á bílastæðinu við Esjuna tók nýr maður við kyndlinum; Guðmundur Magnason. Guðmundur skeiðaði áfram og linnti ekki látum fyrr en komið var á Ártúnshöfða, 12-13 km síðar og var hann þá nánast kominn heim að dyrum.

Síðan var hlaupið sem leið liggur inn í Laugardal og fjölmennti fólk af öllum aldri á stígnum sem liggur að húsdýra- og fjölskyldugarðinum, en garðurinn bauð okkur að hafa lokaathöfnina þar.

Sigríður Jónsdóttir frá ÍSÍ hljóp síðasta spölinn í gegnum húsdýragarðinn og var safnast saman við tjörnina í fjölskyldugarðinum, en á leiðinni slóst hópur af krökkum í för með okkur.

Ánægjulegt var að sjá hvað krakkarnir voru viljugir að halda á kyndlinum, sérstaklega þessi yngstu. Sumir þurftu fyrst að yfirvinna smá hræðslu við logann, en þegar hann var yfirunnin var vart hægt að fá þau til að sleppa kyndlinum aftur.

Sigríður hélt stutta en merkingarþrungna ræðu. Hún sagði m.a.:

"Ég trúi því að það er ekkert í heiminum sem getur stuðlað betur að friði en íþróttastarf. Það er algjörlega óháð litarhætti, óháð trúmálum. Allir, hvar sem þeir eru á jarðarkringlunni, hafa gaman af því að leika sér, þeir hafa gaman af íþróttum og því er þetta hlaup alveg örugglega góður liður í því að stuðla að friði og, eins og það heitir World Harmony Run, að harmóníu í heiminum."

Sigríður uppskar síðan mikla kátínu erlendu hlauparanna okkar er hún ávarpaði þau á þýsku og sagðist vonast til að sjá þau aftur á Íslandi.

Það kom síðan í hlut Upajukta að slíta hlaupinu, einu sinni sem oftar. Hann minnti þó á að stutt væri í að hlaupið hæfist að nýju, en 31. ágúst kemur Evrópuboðhlaupið til Íslands og verður í 6 daga.


Distance: 43km

Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Ísland 29. júlí
< Iceland 29 July
Iceland 31 August >
Slovenia 30 July >
Slovenia 31 July >

Iceland 30 July