• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

Ísland 4. september: Reykjavík

Núverandi meðlimir alþjóðlega World Harmony Vináttuhlaupsins:

Mark Collinson (Englandi), Marton Fekete (Ungverjalandi), Ondrej Vesely (Tékklandi), Pierre Lantuas Monfouga (Frakklandi), Predrag Knezevic (Serbíu).

Í dag tókum við upp þráðinn við að heimsækja skóla í Reykjavík. Við heimsóttum Breiðagerðisskóla, Vogaskóla, Langholtsskóla, Laugarnesskóla og Álftamýrarskóla.

Börnin voru afar ólík eftir skólum og undirstrikuðu þar með fjölbreytnina í barnaflórunni hér á Íslandi.

Ef til vill koumum við of snemma morguns í fyrsta skólann, en við mættum kl.08:20 í Breiðagerðisskóla og voru börnin fremur þögul og lítt móttækileg til að byrja með. En um leið og við afhentum þeim kyndilinn færðist bros yfir andlit þeirra og þau skemmtu sér konunglega.

Þegar við komum í Vogaskóla var byrjað að rigna. Samt sem áður hittum við krakkana úti á skólalóðinni og þau voru afskaplega áhugasöm um að hitta okkur og hlaupa með kyndilinn.

Í þriðja skóla dagsins, Langholtsskóla, hittum við börnin inni á skólastofu, þar sem rigningin var orðin mjög mikil.

Börnin í Langholtsskóla voru afskaplega stillt og prúð og hlustuðu á okkur. Þau höfðu mjög gaman af að giska á frá hvaða landi hver hlaupari var og benda á landið á Evrópukortinu. Þegar við komum út á skólalóð biðu þau ekki boðanna heldur tóku á rás með kyndilinn. Þau minntu okkur á littla víkinga, hlaupandi á fullu í allar áttir. Erfitt reyndist að kveðja þau, því þau vildu ekki sleppa okkur og hlupu með okkur nokkurn spöl utan skólalóðarinnar. Þurftum við að tala suma strákana inn á að snúa við í skólann.

Vel var tekið á móti okkur í Laugarnesskóla og þar eignaðist Pedja vin í ungum dreng sem upphaflega er frá Serbíu.

Eftir því sem leið á daginn jókst ákefð barnanna og var síðasti skóli dagsins, Álftamýrarskóli, engin undantekning. Hér hittum við indæla litla stúlku sem upphaflega er frá Marokkó.

Eins og endranær voru börnin glöð að fá að halda á kyndlinum og þau hlupu með okkur að göngubrúnni yfir Miklubraut.

Þar kvöddum við þau og sögðumst vonast til að geta hitt þau að ári.

Í síðdeginu fórum við í skoðunarferð og sáum meðal annars Geysi.

Við höfðum kyndilinn með okkur og hittum marga ferðalanga, einkum frá New York, New Jersey og Þýskalandi.

Jafnvel enn tilkomumeira var hinn tvískipti Gullfoss í Hvítá. Efri fossinn er 11 metra hár og lægri fossinn er 21 metra hár. Gilið fyrir neðan fossinn er 2,5 km langt og er dýpst 70 metrar.

Vatnið úr fossinn frussast niður í hvítum flaumi og gegnbleytir allan gróður í kring.

Þar sem við stóðum við gjábrúnina gátum við séð og fundið kraftinn í vatninu sem kemur dynjandi úr fossinum. Þetta var einstök upplifun.

Ísland bregst aldrei vonum okkar. Við erum sífellt að sjá nýja stórbrotna fossa eða fjöll.

Við snerum aftur að heimili íslensku gestgjafa okkar og sagðist Gangane aldrei hafa haft jafn marga gesti, þannig að okkur fannst rétt að taka hópmynd.


Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Iceland 6 September
Ísland 5. september >
Germany 8 September >

Iceland 7 September