• World Harmony Run

  World's Largest Torch Relay
  World Harmony Run

 • 1,000,000 Participants

  Across 6 Continents
  1,000,000 Participants

 • Dreaming of a more harmonious world

  100 countries
  Dreaming of Harmony

 • Schools And Kids

  Make a Wish for Peace
  Schools And Kids

 • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

  World Harmony Run Founder
  Sri Chinmoy

 • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

  World Harmony Run Spokesman
  Carl Lewis

 • New York, USA

  New York
  USA

 • London, Great Britain

  London
  Great Britain

 • Shakhovskaya, Russia

  Shakhovskaya
  Russia

 • Around Australia

  15,000 kms, 100 days
  Around Australia

 • Around Ireland

  14 Days, 1500km
  Around Ireland

 • Wanaka, New Zealand

  Wanaka
  New Zealand

 • Arjang, Norway

  Arjang
  Norway

 • Rekjavik, Iceland

  Rekjavik
  Iceland

 • Beijing, China

  Beijing
  China

 • Prague, Czech Republic

  Prague
  Czech Republic

 • Belgrade, Serbia

  Belgrade
  Serbia

 • Lake Biwa, Japan

  Lake Biwa
  Japan

 • Kapsait, Ethiopia

  Kapsait
  Kenya

 • Pangkor Island, Malaysia

  Pangkor Island
  Malaysia

 • Bali, Indonesia

  Bali
  Indonesia

 • The All Blacks, New Zealand

  The All Blacks
  New Zealand

Ísland 2. september: Brú í Hrútafirði - Stykkishólmur

Núverandi meðlimir alþjóðlega World Harmony Vináttuhlaupsliðsins:

Mark Collinson (Englandi), Marton Fekete (Ungverjalandi), Ondrej Vesely (Tékklandi), Pierre Lantuas Monfouga (Frakklandi), Predrag Knezevic (Serbíu).

Síðustu nótt eyddum við í sumarbústað Gangane, sem er um 120 km frá Reykjavík, og fengum að upplifa hið einstaka náttúrufyrirbæri sem nefnist Norðurljós, eða Aurora borealis.

Norðurljós er sólvindar sem skella á segulsviði jarðar og mynda línur og bylgjur græns ljóss sem er á sífelldri hreyfingu og skiptir sífellt um lögun. Það er virkilega stórkostlegt að fá að verða vitni að þessum dansi norðurljósanna. Gjörið svo vel og njótið mynda Ondrej af þeim.

Þetta var í fyrsta sinn sem nokkur okkar hafði upplifað þetta fyrirbæri og það er frekar sjaldgæft að fá að sjá það svo snemma hausts (Íslendingarnir segja okkur að sumarið sé búið), auk þess sem til þurfa að koma heiður himinn og rétt skilyrði.

Við vöktum klukkustundum saman til að horfa á norðurljósin og stjörnurnar. Ísland hefur hingað til uppfyllt allar okkar væntingar og jafnvel gert betur. Við sváfum allir vært í nótt.

Við héldum áfram með Vináttuhlaupið frá Brú í Hrútafirði. Jóhann kom úr Reykjavík á "skrímslajeppa" sínum til að fylgja okkur yfir torfæra fjallvegina. Dekkinn á þessu skrímsli eru gríðarstór, en okkur er sagt að þau teljist lítil hér á Íslandi! Íslendingar kunna að keyra utan vegar, því það er eina leiðin til að nálgast suma af fegurstu staðina á landinu og þessir vegir eru ekki færir venjulegum bílum.

Á leið okkar að Brú sáum við einstakt landslag hraunbreiða og kulnaðra eldfjalla, auk þess sem viðvarandi rokið hjálpaði til við að skapa hrjóstruga stemninguna.

Um leið og við stigum út úr jeppanum til að hlaupa skall á okkur kaldur vindur. Pedja sýndi af sér hetjuskap og hóf leikinn. Það tók okkur dálitla stund að finna réttan slóða, en þar sem jeppinn hans Jóhanns er búinn bestu GPS tækjum reyndist það létt mál. Veðrið nálgaðist okkur þar sem skýin stigu nær jörðinni og vindurinn blístraði í eyru okkar. Samt sem áður var það einskær skemmtun að hlaupa á hálendinu og við komum fram á fossa og læki og þurftum oft að fara yfir á vaði. Oftast gátum við hoppað á stóru steinunum til að komast yfir lækina og rétt næsta hlaupara kyndilinn.

Í eitt skipti var þó ekki um annað að ræða en að hlaupa yfir, sem Mark og gerði og varð gegnblautur eftir á. Fyrr hafði jeppinn keyrt yfir lækinn á fullum hraða og skvetti þar með vatni út um allt og Mark reyndi að endurtaka þann leik. Það kom á hann augnablikshik, en svo setti hann undir sig höfuðið og lét vaða. Var þá kátt á hjalla í liðinu.

Þegar við komum niður fjallið létti skýjunum, en rokið hélt við sinn keip. Við hlupum í gegnum dalinn með snarbrött fjöll til beggja handa og stöðuvatnið við veginn.

Við skildum við moldarveginum og komum aftur til siðmenningarinnar. Á leiðinni heimsóttum við torfbæ.

Hlaupið að Stykkishólmi var einskær skemmtun, þar sem við hlupum á vegum við ströndina og við firðina og sáum þar til hinna fjölmörgu eyja á Breiðafirði.

Í fjarska sáum við stórar hvítfyssandi öldur sem rokið myndaði og sólin skein í gegnum skýin og varpaði gullnum ljóma á landslagið. Þetta var sannlega fögur sjón.

Allt virðist svo hreint og tært hér. Landslagið minnir um margt á skoska hálendið.

Síðla þess dags kvöddum við Jóhann og fjallajeppann hans.

Við tókum glaðir á móti Upajukta og Davíð frá Reykjavík, sem komu til að hjálpa okkur með síðustu 40 km dagsins. Síðustu 10 km að Stykkishólmi komu börn úr HSH og slógust í för með okkur. Þau voru vel varin rokinu og ungi drengurinn í liðinu þeirra hélt góðum hraða. Að nokkrum kílómetrum liðnum slógustu stelpurnar í liðinu í för með honum.

Við höfðum stórbrotna fjallasýn og hestar stoppuðu og störðu er hlauparar nálguðust og tóku svo sjálfir á rás yfir hæðina.

Þegar komið var að íþróttahúsi bæjarins tókum við hópmynd. Þrátt fyrir að hafa hlaupið meira en 20 km hver, höfðum við samt orku til að spila fimm á móti fimm knattspyrnu á gervigrasinu. Tveir drengir komu inn í liðin okkar og við lékum skemmtilegan alþjóðlegan knattleik.

Er við snerum til baka í sumarbústaðinn varpaði sólin tignarlegum geislum sínum á fjallshlíðarnar og hafið.

Í dag var sannarlega eftirminnilegur dagur og hann endaði í heita pottinum með norðurljósin og sólsetrið í augsýn.


Distance: 109km

Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Ísland 1. september
< Iceland 1 September
Iceland 3 September >

Iceland 2 September