• World Harmony Run

    World's Largest Torch Relay
    World Harmony Run

  • 1,000,000 Participants

    Across 6 Continents
    1,000,000 Participants

  • Dreaming of a more harmonious world

    100 countries
    Dreaming of Harmony

  • Schools And Kids

    Make a Wish for Peace
    Schools And Kids

  • Sri Chinmoy: World Harmony Run Founder

    World Harmony Run Founder
    Sri Chinmoy

  • Carl Lewis: World Harmony Run Spokesman

    World Harmony Run Spokesman
    Carl Lewis

  • New York, USA

    New York
    USA

  • London, Great Britain

    London
    Great Britain

  • Shakhovskaya, Russia

    Shakhovskaya
    Russia

  • Around Australia

    15,000 kms, 100 days
    Around Australia

  • Around Ireland

    14 Days, 1500km
    Around Ireland

  • Wanaka, New Zealand

    Wanaka
    New Zealand

  • Arjang, Norway

    Arjang
    Norway

  • Rekjavik, Iceland

    Rekjavik
    Iceland

  • Beijing, China

    Beijing
    China

  • Prague, Czech Republic

    Prague
    Czech Republic

  • Belgrade, Serbia

    Belgrade
    Serbia

  • Lake Biwa, Japan

    Lake Biwa
    Japan

  • Kapsait, Ethiopia

    Kapsait
    Kenya

  • Pangkor Island, Malaysia

    Pangkor Island
    Malaysia

  • Bali, Indonesia

    Bali
    Indonesia

  • The All Blacks, New Zealand

    The All Blacks
    New Zealand

Ísland 26. júlí: Sauðárkrókur - Blönduós

Stelpurnar hófu leikinn í dag á Sauðárkróki þar sem hlaupinu hafði lokið deginum áður. Þær gerðu sér lítið fyrir og hlupu alla leið inn á Varmahlíð en á leiðinni stoppuðu þær í Glaumbæ og tóku nokkrar myndir.

Eftir Varmahlíð lá leiðin upp að Vatnshlíðarvatni þar sem við áttum að hitta hlaupara frá Ungmennasambandi Austur-Húnavatnssýslu. Enn og aftur létum við strákarnir brekkurnar eftir handa stelpunum; mikil fórn það. Eftir nokkra leit og svolítinn misskilning ásamt ráðleysi og rafmagnsleysi eins bílsins, fundu hlaupararnir frá USAH loksins stelpurnar okkar, tóku við kyndlinum og geystust af stað.

Það er ekki ofsögum sagt að þeir hafi hlaupið greitt. Þjálfarinn og framkvæmdastjóri Ungmannasambandsins, Guðmundur Þór Elíasson, var með skeiðklukkuna á lofti og tók tímann á strákunum sínum,en þeir voru:

Hilmar Þór Kárason, Kristinn J. Snjólfsson og Benjamín Jóhannes Vilbergsson .

Þess má geta að Kristinn og Benjamín hlupu líka með okkur í fyrra.

Þeir fóru létt með þessa tæpu 40 km og hlupu þá á 4-5 mín hraða per km, sem er ansi greitt miðað við venjulegan hraða hjá okkur. Er við ræddum við Guðmund í gær og spurðum hann út hans eigið hlaupaform svaraði hann því til að hann væri svo sem enginn sérstakur hlaupari, en hann gæti nú alltaf hlaupið 10-20 km. Óhætt er að segja að fólk hafi mismunandi skilgreiningu á því hvað það sé að vera hlaupari!

Er við nálguðumst Blöndós mættum við Auðunni Steini Sigurðssyni sem er fréttaritari Húnahornsins . Hann smellti af nokkrum myndum af strákunum sem síðan birtist á heimasíðunni. Guðmundur Þór sagði okkur frá því, að ásamt því að vera fréttaritari síðunnar væri Auðunn bankastjóri og einnig sæi hann um fjármál ungmennasambandsins.

Ágúst, einn Vináttuhlaupurunum, er uppalinn á Blönduósi og eftir að við kvöddum strákana þá langaði hann að hlaupa að sínu gamla heimili, Hilebrandshús/Björnsbúð sem nú hefur fengið nýtt hlutverk sem Hafíssetrið .

Þetta er safn um sögu hafíssins við Íslandsstrendur. Er við vorum hingað komin, vildi Anna Margrét Valgeirsdóttir, forstöðukona safnsins, endilega bjóða okkur inn að skoða safnið, sem við og þáðum með þökkum. Þetta er hin fróðlegasta sýning og húsnæðið sjálft er ekki síðra, enda elsta timburhús Íslands. Það var gert upp í sitt upprunalega horf, og svo vel, að það er víst óverandi þar á veturnar vegna kulda. Passar kannski vel við hlutverkið, Hafíssetrið.

Eftir hlaup dagsins héldum við til náttstaðar sem að þessu sinni var Dalsmynni við Svínavatn. En það var henni Gerði Garðarsdóttur að Stekkjardal að þakka. Þetta er lítið félagsheimili og einstaklega snyrtilegt og fallegt. Ekki skemmdi veðrið fyrir, en það var með því allra besta.


Distance: 73km

Harmonemail:
You can send a message to the runners or read the messages.


< Ísland 25. júlí
< Slovakia 25 July Trnava - Bratislava
< Iceland 25 July
Iceland 27 July >
Ísland 27. júlí >
Austria 27 July >

Iceland 26 July